Clapton klappaður upp í kæfandi hita

"Margir hafa kvartað yfir miklum hita og loftleysi í Egilshöll á tónleikum gítarhetjunnar Erics Claptons liðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fór hitinn upp í 29 gráður í húsinu og þótti mörgum loftræsting alls ekki fullnægjandi."

Þetta er hugarfar þeirra sem kunna ekki að meta rokk. Þegar rokk er á boðstólum þá svitna menn. Spurning um að setja upp einhverskonar hreðjapróf áður en inn er stigið á tónleika sem þessa. Hreðjaleysi er að verða helsta vandamál vestrænna þjóða.

 Eins má nefna í því samhengi að Bitruvirkjun var slegin af borðinu vegna ónógra hreðja.


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Clapton spilaði mikinn og góðan blús á þessum tónleikum. Spurning hvort rýnirinn losi aðeins um ástaratlotin á hreðjum sínum og leyfa blóðinu að stíga í leit að höfðinu.

Magnús (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:38

2 identicon

Þá er sem sagt ekki fyrir konur að sækja svona viðburði (hreðjalaust kyn).

Þetta er í síðasta skipti sem ég fer í Egilsskrímslið á tónleika og ábyggilega þær tvær konur sem ég sá að voru bornar út meðvitunarlitlar. Svo er einkennileg skýring Gríms þroskaþjálfa að ekki hafi mátt opna húsið því þá hefði lýsingin verið önnur, "só vot" við hefðum þá fengið súrefni og kælingu.

Finnbogi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:46

3 identicon

Blues tónlist er náttúrulega komin frá bullandi sveittu suðurríkjafólki á funheitum baðmullarökrum, þannig að þarna blúsaði Clapton í réttu andrúmslofti. 

Stefán (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband