Ingibjörg föðurlandssvikari?

Þetta eru stór mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að lúta vilja Ingibjargar Sólrúnar. Ekki bara það að þeir eiga eftir að missa mikið fylgi kjósenda heldur eru þeir líka að laska mannorð flokksins að láta kúga sig svona. Ingibjörg þarf að átta sig á því að ESB er ekki töfralausnin. Eina það sem þessi kvenndjöfull er að hugsa er að komast í öryggisráðið eða sæti í evrópusambandinu. Fá meiri völd, hvernig væri að hugsa svona einu sinni um hag Íslands.

Það sem við þurfum núna eru útflutningstekjur og þar eiga fiskmiðinn okkar stóran hlut í máli. Þó svo að við fáum undanþágu núna sem mér þykir ólíklegt, þar sem Bretar börðust fyrir því nákvæmlega sama án árangurs, þá hefur 300.000 manna þjóð engin áhrif inní svona stóru batteríi og eftir nokkur ár skerða þeir verulega fiskmiðinn án þess að við getum sagt eitthvað.

Ég hef verið að hugsa um að kæra Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landráð, af því jú ef við förum ennþá eftir lögum í þessu landi þá er eitt ákvæðið í lögunum að ekki megi stefna sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Það eina sem hún hefur verið að gera er að tala niður krónuna þannig að það eru fáir sem treysta henni í dag og vill hún síðan sækja um aðild að evrópusambandinu.  Þetta segjir okkur að Ingibjörg er ekkert annað en föðurlandssvikari.

 


mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Kæra Sollu svikara fyrir landráð? Kannski ekki svo galin hugmynd. Eigum við ekki samt að byrja á byrjuninni og kæra Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fyrir landráð. Þeir ákváðu persónulega tveir saman að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar um að Ísland beri aldrei vopn á aðrar þjóðir. Þeir ákváðu skíthælarnir tveir upp á sitt eindæmi í anda einræðissýki Davíðs að leggja öryggi þjóðarinnar undir með því að taka þátt í árás Bandaríkjanna og þeirra kumpána á Írak og þar með gera Ísland að hugsanlegu skotmarki þjóða og aðgerðahópa vinveittum Írökum. Þetta sama benti Ástþór Magnússon réttilega á á sínum tíma en var handtekinn og dreginn fyrir rétt fyrir vikið. Rétt þar sem öll dómarasæti eru skipuð skósveinum Davíðs Oddssonar og eru íslenskir dómstólar þar með óhæfir til sinna starfa og trónir þar Hæstiréttur á toppnum  uppfullur af sjálfstæðisskít.

Já, vel á minnst, kæra hvern fyrir landráð? Byrjaðu á Halldóri og Davíð, þeirra glæpur er alvarlegastur, svo skaltu kæra Sollu svikara!

corvus corax, 17.12.2008 kl. 17:09

2 identicon

Corvus,

Vinsamlega lestu stjórnarskráina yfir áður en þú tjáir þig um hana. Í stjórnarskrá lýðlveldisins Íslands er hvergi neitt ákvæði sem bannar stjórnvöldum að lýsa yfir stríði gegn öðrum þjóðum.

Í seinni heimsstyrjöldinni ákvað Ísland að vera hlutlaust ríki, þaðan kemur þessi ranghugmynd um að ísland megi ekki taka þátt í styrjöldum, sannleikurinn er sá að hin Norðurlöndin höfðu farið þessa leið og því ákváðu Íslendingar að herma eftir.

Þetta var samt ekkert annað en stefna stjórnvalda sem er langt frá því að vera stjórnarskrávarin venja eða réttarheimild. Ísland hvarf að miklu leyti frá hlutleysisstefnu sinni þegar gengið var í NATÓ og það af góðri ástæðu því að í seinni heimsstyrjöldinni hafði hlutleysi ríkja verið virt vettugi af báðum hliðum.

Bretar hertóku Ísland og höfðu ætlað sér að ráðast inn í Svíþjóð til að stoppa vopnasölu til Þýskalands en hætt var reyndar við þá aðgerð á seinustu stundu. Þjóðverjar hertóku: Belgíu, Holland, Dannmörku og Noreg en öll þessi ríki höfðu lýst yfir hlutleysi.

Í almennum hegningar lögum er beinlínis gert ráð fyrir því að íslenska ríkið geti tekið þátt í stríðsátökum og sést það á eftirfarandi ákvæðum um landráð:

89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].

Því er ekki hægt hvorki samkvæmt þeim lögum sem giltu þegar við lýstum yfir stríði gegn Írak né samkvæmt núverandi lögum að kæra Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson fyrir brot á lögum eða stjórnarskrá.

Annað verður hinsvegar sagt um Ingibjörgu Sólrúnu og aðra samfylkingarmenn en það er alls ekki óhugsandi að hún og aðrir innan þess Samfylkingarinnar hafi brotið ákvæði almennra hegningarlaga um landráð.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 17:45

3 identicon

Já fyrir mér mætti alveg ákæra ISG fyrir landráð og föðurlandssvik. Alla vegana treysti ég ekki Samfylkingunni til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Það hafa þeir rækilega sýnt nú í þessari Ríkisstjórn. Algert klúður aftur og aftur og talað út og suður um ESB. Það er nú í raun þeirra eina pólitík og ekkert annað skiptir máli.

Ég held nú sem betur fer að alltaf fleiri og fleiri séu að átta sig á þessu landráðahyski í Samfylkingunni !

Jafnaðarmannaflokkur hvað !

Svei þessu hyski ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:35

4 identicon

Ef það eru einhverjir landráðamenn sem hægt væri að nefna, þá eru það þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfloksins sem hönnuðu landslag sem kom þjóðinni á hausinn. Þetta fólk ætti allt að skammast sín og sömuleiðis þeir sem með atkvæðum sínum héldu þessu pakki við völd. Réttast væri að þið þessi 33-40% þjóðarinnar sem með atkvæðum ykkar hafið haldið Sjálfstæðisflokkinn við völd, fengjuð sendann reikninginn fyrir öllu ruglinu. Ástæðan er einföld, við hin báðum ekki um þetta kapitalíska frjálshyggjubrjálæði Davíðs Oddssonar!

Valsól (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:43

5 identicon

Valsól,

Ef þú heldur að Íslandi hafi verið stjórnað af frjálshyggjumönnum seinustu ár þá þýðir það bara eitt, þú hefur ekki hugmynd um hvað frjálshyggja er.

Frjálshyggja boðar lágmarks stjórnsýslu, lága skatta, frelsi einstaklingsins og laissez-faire hagkerfi.

Á seinustu árum hefur stjórnsýsla á Íslandi margfaldast að stærð, í dag eru yfir 750 stjórnsýslunefndir starfandi á vegum hins opinbera. Þetta er eitthvað sem gengur gegn grundvallar hugmyndum frjálshyggjunnar.

Skattar á Íslandi er langt frá því að vera lágir, tekjuskattur er 36% og þar afleiðandi er frjálshyggja ekki leiðandi hugsjón hjá þeim sem ákveða skatta hér á landi.

Á seinustu árum hefur frelsi einstaklingsins verið setta töluverðar skorður sem dæmi má nefna að vissir siðapostular hafa náð að takmarka mjög frelsi fólks til þess að eiga, vinna á eða stunda viðskipti við svokalla nektardansstaði. Einnig hafa hér verið sett lög sem banna reykingar á skemmtistöðum en með þeim er eigendum fasteigna bannað að reykja eða heimila öðrum að reykja inn á fasteign sinni, þrátt fyrir það að reykingar séu ekki ólöglegt athæfi í sjálfu sér. Svona löggjöf myndi frjálshyggjumaður aldrei setja.

Hvað varðar laissez-faire hagkerfi þá veit það hver einasti heilvita maður að hér er blandað hagkerfi líkt og í næstum því hverju einasta ríki heimsins fyrir utan þau örfáu komma-ríki sem enn eru við lýði. Blandað hagkerfi er millivegurinn á milli marxísks hagkerfis og laissez-faire hagkerfi, slík hagkerfi eru grundvöllurinn í jafnaðarmennsku og hefur ekkert með frjálshyggju að gera.

Í raun var það því alls ekki frjálshyggja né frjálshyggjumenn sem settu landið á hausinn heldur sósíal-demókratar og jafnaðarmennska.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband