12.8.2008 | 14:40
Íslendingar hafa rangt við
Það að hafa menn sem bera nafnið Petterson og kunna ekki stakt orð í íslensku eru vart íslenskir.
Annars var ég staddur í smáralind um daginn og guð minn góður hvað þessi verslanamiðstöð er orðin að miklu athvarfi ungra barna. Mig langar bara að spurja: er eitthvað sem vantar upp á í uppeldisfræðum ungra foreldra?
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hmmmm, Petterson er búinn að búa á Íslandi síðan hann var 15 eða 16 ára gamall, kann íslensku frá A-Ö, giftur íslenskri konu og á með henni að ég held eitt barn. Býr reyndar í Þýskalandi núna þar sem hann spilar handbolta að atvinnu. Svona nett óþarfa komment hjá þér.
K (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:50
Í guðanna bænum hlífðu þjóðinni við svona "fordómum", ef þú getur ekki lifað með öðru fólki en hreinræktuðum Íslendingum ættiru að flytjast á einhverja eyðieyju vinur...
Jón (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:55
Ég ætla að vara fólk við að gagnrýnirinn er mjög gagnrýninn. Engu er hlíft og skiptir þá engu af hvaða ætterni, þjóðerni eða kyni sá aðili er. Sumir túlka þetta sem fordóma, aðrir sem gagnrýni.
Gagnrýnirinn, 12.8.2008 kl. 15:06
Gagnrýni inniheldur staðreyndir
Það sem þú kemur með eru ekki staðreyndir og því ekki gagnrýni. Leyfi sjálfum mér að fullyrða að þetta eru bara leiðindi og fordómar
Handbolti (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:09
Sé tekið mið af málfari og stafsetningu þinni, er tæpast hægt að kalla þig Íslending.
Andri (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:14
Andri: gagnrýnirinn tekur allri gagnrýni vel og vill biðja menn um miskunnarleysi í leiðréttingu málfars. Ábendingar um það sem betur má fara í málfari og stafsetningu eru allar vel liðnar.
Takk fyrir uppbyggilega gagnrýni.
Gagnrýnirinn, 12.8.2008 kl. 15:18
Sá sem ætlar að rýna í einhver málefni verður að hafa eitthvað fram að færa. Þú hefur ekkert að segja sem skiptir máli. Nákvæmlega ekki neitt.
Ef þessi bloggsíða er grín, þá er hún líka herfilega misheppnuð sem slík.
Andri (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:23
Gagnrýni er "rýni til gagns". Að halda fram staðleysum verður aldrei hægt að kalla gagnrýni, heldur flokkast undir fordóma, sem aftur flokkast oftast undir vankunnáttu eða heimsku. Smáralind er nefnd Smáralind og því með stórum staf. Og líka hefði mátt setja kommu á milli á og í, í síðustu setningunni þinni. Og að lokum þá er hann Petersson að eftirnafni, Petterson er eða var einhver annar maður sem hafði ekkert með íslensku að gera að ég held (ekki staðreynd samt )
kveðja
Viðar (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:24
Viðar: punkturinn þinn á eftir setningunni um Smáralind meikar ekki sens, enda byrjaru næstu setningu á Og. Næstu setningu byrjaru aftur á Og sem að ber að forðast sem heitur eldur væri. Þessi saga þín um Petterson var léleg og hafði engan tilgang enda segiru sjálfur að þetta sé ekki staðreynd. Svo endar maður setningar á punkti. Klikkaðir á því prófessor.
Púki (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:33
Voðalega er fattarinn í fólki óvirkur, takiði ekki eftir að maðurinn er að fíflast til þess eins að fá fólk eins og ykkur til að æsa sig og hefja rifrildi. dísús kræst
Kári Rafn Karlsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:45
Held að þú vitir ekkert um íþróttir, og sýnist þú vita meir um blástur hljóðfæri ,ættir að halda þér þar með, vinsemd Adolf
Adolf (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:58
Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.